Skoraði annan leikinn í röð

Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði annan leikinn í röð.
Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði annan leikinn í röð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varnarmaðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði annan leikinn í röð í 4:1-sigri Vålerenga á Arna-Björnar í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Mark Ingibjargar kom í uppbótartíma fyrri hálfleiksins en þá kom hún Vålerenga í 2:0. 

Vålerenga-liðið er í efsta sæti deildarinnar með 40 stig, átta meira en Rosenborg í öðru. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert