Spánn vann í vítaspyrnukeppni

Liðsmenn spænska landsliðsins fagna sigrinum eftir að Dani Carvajal skoraði …
Liðsmenn spænska landsliðsins fagna sigrinum eftir að Dani Carvajal skoraði úr síðustu vítaspyrnunni. AFP/John Thys

Króatía tók á móti Spáni í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar en leikið var á De Kuip vellinum í Rotterdam, Hollandi. Leikurinn var lokaður og tíðindalítill og endaði með markalausu jafntefli.

Grípa þurfti til framlengingar þar sem hvorugu liðinu tókst að skora og endaði leikurinn í vítaspyrnukeppni.

Þar skoruðu Króatar úr fjórum vítaspyrnum af sex en Lovro Majer og Bruno Petkovic klúðruðu sínum spyrnum. Aymeric Laporte klúðraði sinni vítaspyrnu en það kom ekki að sök þar sem Dani Carvajal skoraði úr úrslitavítaspyrnunni.

Spánn varð þar með þriðja þjóðin til að vinna Þjóðadeildina en þetta var fyrsti titill Spánverja síðan 2012 og fögnuðu þeir mikið þegar vítaspyrnukeppninni lauk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert