Spánverjinn að taka við PSG

Luis Enrique er sagður vera að taka við stjórnartaumunum hjá …
Luis Enrique er sagður vera að taka við stjórnartaumunum hjá PSG. AFP

Það virðist allt benda til þess að Luis Enrique sé að taka við franska stórliðinu PSG en viðræður við hann eru sagðar á lokastigi.

PSG hefur leitað að stjóra síðan félagið ákvað að losa sig við Cristophe Galtier en hann hafði stýrt liðinu síðan í júlí 2022.

Enrique hefur á sínum þjálfaraferli stýrt Roma, Celta, Barcelona og spænska karlalandsliðinu.

Aðalmarkmið PSG undanfarin ár hefur verið að vinna Meistaradeild Evrópu en liðið hefur ekki komist nálægt því undanfarin ár. Nú standa vonir til þess að Enrique nái þeim árangri með liðið en hann hefur einu sinni áður unnið Meistaradeildina sem þjálfari en það gerði hann með Barcelona tímabilið 2014-2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert