Suður-Kóreumaðurinn á leið til Bayern

Kim Min-jae stóð sig frábærlega með Napolí á nýliðnu tímabili.
Kim Min-jae stóð sig frábærlega með Napolí á nýliðnu tímabili. AFP/Filippo Monteforte

Suður-Kóreumaðurinn Kim Min-Jae er á leiðinni til þýska knattspyrnufélagsins Bayern München eftir frábært tímabil hjá Napoli. 

Kim var meginstoð í fyrsta deildarsigri Napoli í 33 ár, en hann kom til ítalska félagsins frá Fenerbahce fyrir tímabilið.

Samkvæmt hinum áreiðanlega Fabrizio Romano mun Kim skrifa undir fimm ára samning hjá Bæjurum. Önnur félög eins og Manchester United vildu fá Suður-Kóreumanninn í sínar raðir, en Bayern virðist hafa heillað hann mest.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert