Suður-Kóreumaðurinn Kim Min-Jae er á leiðinni til þýska knattspyrnufélagsins Bayern München eftir frábært tímabil hjá Napoli.
Kim var meginstoð í fyrsta deildarsigri Napoli í 33 ár, en hann kom til ítalska félagsins frá Fenerbahce fyrir tímabilið.
Samkvæmt hinum áreiðanlega Fabrizio Romano mun Kim skrifa undir fimm ára samning hjá Bæjurum. Önnur félög eins og Manchester United vildu fá Suður-Kóreumanninn í sínar raðir, en Bayern virðist hafa heillað hann mest.
The agreement between Bayern and Kim Min-jae is at final stages, details to be sorted on 5 year deal. He’s prepared to accept, not signed yet 🔴🇰🇷
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 18, 2023
The release clause will become valid on July 1 — unless other clubs send new bigger salary proposal next week, Kim will join Bayern. pic.twitter.com/iLwX1m5vTA