Hollenski knattspyrnumaðurinn Quincy Promes hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að stinga frænda sinn í hnéð.
Atvikið átti sér stað í fjölskylduveislu sumarið 2020 og var Hollendingurinn fundinn sekur um líkamsárás af hollenska dómstólnum.
Lögmaður sóknarmannsins segir að hann muni áfrýja dómnum, samkvæmt hollensku útvarpsstöðinni RTL.
Promes er leikmaður Spartak Moskvu og er búsettur í Rússlandi og var því ekki viðstaddur. Í desember á síðasta ári var greint frá í hollensku miðlunum Telegraaf og Algemeen Dagblad að Promes hafi sóst eftir rússneskum ríkisborgararétt til að forðast refsingu.