Aftur til Real eftir 12 ára fjarveru

Joselu snýr aftur til Real Madrid.
Joselu snýr aftur til Real Madrid. AFP/John Thys

Spænski framherjinn Joselu er genginn til liðs við Real Madrid á eins árs lánssamningi, með valmöguleika á að kaupa, frá Espanyol. 

Joselu, sem er 33 ára gamall, lék afar vel með Espanyol á nýliðnu tímabili en hann skoraði 16 mörk í 33 leikjum. 

Joselu gekk í raðir Real Madrid 20 ára gamall og spilaði tvö tímabil með B-liði félagsins. Hann þreytti svo frumraun sína fyrir Madrídinga árið 2011 en spilaði aðeins einn deildarleik. 

Síðan þá hefur hann farið víða en framherjinn hefur meðal annars leikið fyrir Newcastle. 

Joselu spilaði sinn fyrsta leik fyrir spænska landsliðið fyrr á árinu, þá 32 ára gamall, og skoraði tvö mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert