Heimir enn án sigurs

Diego Cocca, þjálfari Mexíkó, ásamt heimi Hallgrímssyni, þjálfari Jamaíku, í …
Diego Cocca, þjálfari Mexíkó, ásamt heimi Hallgrímssyni, þjálfari Jamaíku, í leik þjóðanna í Mars. AFP/Pedro Pardo

Það verður seint sagt að stjórnartíð Heimis Hallgrímssonar með jamaíska karlalandsliðið í fótbolta byrji með látum en lið hans tapaði fyrir Jórdaníu, 2:1, í vináttulandsleik þjóðanna í Austurríki í dag.

Jamaíka komst 1:0-yfir á 39. mínútu þökk sé marki frá Cory Burke en tvö mörk í seinni hálfleik tryggðu Jórdaníu sigurinn.

Heimir hefur nú stýrt liðinu í sjö leikjum og er enn án sigurs. Hann hefur gert þrjú jafntefli og tapað fjórum leikjum, en allir nema einn eru þó vináttulandsleikir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert