Landsliðskonan á skotskónum

Guðrún Arnardóttir er lykilmaður hjá Rosengård.
Guðrún Arnardóttir er lykilmaður hjá Rosengård. mbl.is/Hallur Már

Guðrún Arnardóttir skoraði eitt marka Svíþjóðarmeistara Rosengård þegar liðið hafði betur gegn nýliðum Uppsala, 5:2, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Guðrún lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengård og kom heimakonum í 3:1 eftir klukkutíma leik.

Hin hálfíslenska Andrea Thorisson, sem hóf meistaraflokksferilinn hjá Rosengård, var ekki í leikmannahópi Uppsala vegna meiðsla.

Eftir sigurinn er Rosengård í fjórða sæti, að minnsta kosti um sinn, með 28 stig. Uppsala er í 11. sæti með 11 stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert