Messilausir Argentínumenn unnu

Cristian Romero skoraði seinna mark Argentínu í dag.
Cristian Romero skoraði seinna mark Argentínu í dag. AFP/Adek Berry

Argentína vann sigur, 2:0, gegn Indónesíu í vináttulandsleik karlalandsliða þjóðanna í knattspyrnu í Jakarta í Indónesíu í dag. 

Knattspyrnustjarnan Lionel Messi var ekki með Argentínu í dag en hann fékk leyfi frá Lionel Scaloni, þjálfara liðsins, til að fara í sumarfrí.

Leandro Paredes, leikmaður Juventus, kom Argentínumönnum yfir á 38. mínútu og það var svo Cristian Romero, miðvörður Tottenham, sem skoraði annað mark argentínska liðsins og við stóð, 2:0. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert