Knattspyrnuþjálfarinn og goðsögnin Steven Gerrard ætlar sér ekki að taka við félagi frá Sádi-Arabíu.
Englendingurinn greindi frá þessu í samtali við Channel 4 en undanfarið hefur hann verið orðaður við sádiarabískaliðið Al-Ettifaq.
„Mér var boðið til Sádi-Arabíu til að skoða tilboð þeirra, sem ég gerði. Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarna daga, en eins og staðan er núna mun ég ekki taka tilboðinu,“ sagði Gerrard en hann stýrði síðast Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.