Barn stal hornfánanum

Barnið með hornfánan í vinstra horninu.
Barnið með hornfánan í vinstra horninu. Ljósmynd/Cork City

Furðulegt atvik átti sér stað í bikarleik Cork City og DLB Waves í kvennaknattspyrnunni á Írlandi um helgina. 

Stöðva þurfti leikinn rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins. Ástæðan fyrir því var að barn í áhorfendastúkunni tók hornfánann upp, sveiflaði honum í hringi og hljóp með hann frá leikmönnunum. 

Forráðamaður barnsins tók síðar fánann og skilaði honum á réttan stað, og leikurinn gat haldið áfram en Cork City vann 2:1-sigur.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeiðið skemmtilega.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert