Búinn að finna sér nýtt félag?

Rafael Benítez er að taka við Celta Vigo.
Rafael Benítez er að taka við Celta Vigo. AFP

Spænski knattspyrnustjórinn Rafa Benítez, fyrrverandi stjóri Liverpool og Real Madrid, er við það að taka við Celta Vigo. 

Spænskir miðlar greina frá en Benítez starfaði síðast hjá Everton, þar sem hann var rekinn árið 2022. 

Spánverjinn hefur þjálfað fjöldann allan af liðum en hann stýrði meðal annars Liverpool til sigurs í Meistaradeildinni árið 2005. Ásamt því hefur hann stýrt Real Madrid, Chelsea, Inter Mílanó og Newcastle, til að nefna nokkur lið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert