Krúttlegur bangsi fyrir valinu

Krúttlegi bangsinn.
Krúttlegi bangsinn. Ljósmynd/UEFA

Krúttlegur bangsi varið fyrir valinu sem lukkudýr Evrópumóts karla í knattspyrnu en hann var kynntur til leiks í dag. 

Verður þetta í fyrsta sinn sem bangsi er lukkudýr mótsins, en hann er aftur á móti ekki kominn með nafn. Kosið verður um nafnið á meðal stuðningsmanna en Albärt, Bärnardo, Bärnheart eða Herzi von Bär eru nöfnin sem koma til greina. Hægt er að kjósa um nafnið hér

Bangsinn verður kynntur fyrir aðdáendum Þýskalands í kvöld þegar að þjóðin tekur á móti Kólumbíu í vináttulandsleik. 

Knattspyrnugoðsögnin Philip Lahm, mótstjóri Evrópumótsins, segir bangsann vera fyrir valinu til að „örva ímyndunarafl barna,“ en þar segir hann að hann viti hversu mikilvægt sé að gera það sem foreldri. 

„Við vonumst til með kynningu á lukkudýrinu að búa til skemmtilegan og viðkunnanlegan karakter sem hvetur alla til að njóta þess að spila fótbolta,“ bætti Lahm við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert