Ronaldo veitt viðurkenning fyrir leik

Cristiano Ronaldo ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur fyrir leik í kvöld.
Cristiano Ronaldo ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur fyrir leik í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Cristiano Ronaldo, fyrirliða Portúgals, var í kvöld veitt sérstök viðurkenning frá Knattspyrnusambandi Portúgals, fyrir að verða fyrstur karla til þess að leika 200. A-landsleiki fyrir hönd þjóðar sinnar.

Ronaldo fékk að gjöf sérstaklega merkta treyju, grip til viðurkenningar ásamt blómvendi frá Knattspyrnusambandi Íslands, sem Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, veitti honum.

Um heimsmet er að ræða hjá karlkyns knattspyrnumanni og var Ronaldo klappað lof í lófa af öllum á Laugardalsvelli.

Leikur Íslands og Portúgals í undankeppni EM 2024 er nýhafinn á Laugardalsvelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert