Skoraði í bikarúrslitaleiknum í Danmörku

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er danskur bikarmeistari.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er danskur bikarmeistari. Ljósmynd/FCN

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir varð í kvöld danskur bikarmeistari í knattspyrnu þegar Nordsjælland vann Fortuna Hjörring, 2:0, í úrslitaleik bikarkeppninnar.

Emilía skoraði seinna mark Nordsjælland í leiknum seint í fyrri hálfleiknum en seinni hálfleikurinn var markalaus.

Emilía er 18 ára gömul og er að ljúka sínu þriðja tímabili með Nordsjælland en var áður í Breiðabliki og spilaði með meistaraflokki Augnabliks áður en hún fór til Danmerkur.

Hún valdi að spila fyrir Danmörku í yngri landsliðunum og hefur raðað inn mörkum fyrir U17 og U19 ára landsliðin. Emilía skoraði sex mörk fyrir Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu en liðið endaði þar í fjórða sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert