Megan Rapinoe og Alex Morgan, tvær af stærstu stjörnum bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eru í leikmannahópi liðsins fyrir HM 2023 sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefst í næsta mánuði.
Rapinoe, sem er 38 ára, og Morgan, sem er 34 ára, eru báðar á leiðinni á sitt fjórða heimsmeistaramót og freista þess að verða heimsmeistarar í þriðja sinn, en Bandaríkin stóðu uppi sem sigurvegarar á bæði HM 2019 og 2015.
Becky Sauerbrunn, reyndasti leikmaður liðsins og fyrirliði, sem einnig varð heimsmeistari 2019 og 2015, er ekki í leikmannahópnum að þessu sinni.
Hún er að glíma við meiðsli á fæti og getur því ekki tekið þátt að þessu sinni.
Nokkrir þaulreyndir leikmenn eru á sínum stað í leikmannahópnum, þar á meðal Lindsey Horan, Kelley O’Hara, Crystal Dunn og Julie Ertz, sem allar hafa leikið yfir 100 landsleiki.
Alls eru hins vegar fjórtán leikmenn á leið á sitt fyrsta heimsmeistaramót.
Leikmannahópur Bandaríkjanna:
Markverðir: Aubrey Kingsbury (Washington Spirit), Casey Murphy (North Carolina Courage), Alyssa Naeher (Chicago Red Stars)
Varnarmenn: Alana Cook (OL Reign), Crystal Dunn (Portland Thorns), Emily Fox (North Carolina Courage), Naomi Girma (San Diego Wave), Sofia Huerta (OL Reign), Kelley O'Hara (NJ/NY Gotham FC), Emily Sonnett (OL Reign)
Miðjumenn: Savannah DeMelo (Racing Louisville), Julie Ertz (Angel City), Lindsey Horan (Lyon), Rose Lavelle (OL Reign), Kristie Mewis (NJ/NY Gotham), Ashley Sanchez (Washington Spirit), Andi Sullivan (Washington Spirit)
Sóknarmenn: Alex Morgan (San Diego Wave), Megan Rapinoe (OL Reign), Trinity Rodman (Washington Spirit), Sophia Smith (Portland Thorns), Alyssa Thompson (Angel City), Lynn Williams (NJ/NY Gotham)