Danska knattspyrnufélagið Lyngby gæti bætt fjórða íslenska leikmanninum í sinn hóp í sumar.
Samkvæmt fótbolti.net hefur Lyngby augastað á Róberti Orra Þorkelssyni, fyrirliða 21-árs landsliðsins, en hann hefur leikið með kanadíska liðinu CF Montréal í bandarísku MLS-deildinni undanfarin tvö ár.
Róbert Orri hefur fengið takmörkuð tækifæri með liðinu, aðeins spilað 19 leiki í deildinni og tvo þeirra í byrjunarliði.
Með Lyngby leika Alfreð Finnbogason, Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Birgir Finnsson og þjálfari liðsins er Freyr Alexandersson.