Fertugur og framlengir

Pepe Reina leikur í það minnsta eitt tímabil enn.
Pepe Reina leikur í það minnsta eitt tímabil enn. AFP/José Jordan

Spænski markvörðurinn Pepe Reina, sem er orðinn fertugur, skrifaði í dag undir nýjan samning við Villarreal fyrir næsta keppnistímabil.

Reina hefur spilað 170 leiki með aðalliði Villarreal en í maí náði hann þeim sjaldgæfa áfanga sð spila sinn þúsundasta leik á ferlinum.

Lengst lék hann með Liverpool, frá 2005 til 2013, og spilaði þar 394 leiki, þar af 285 í ensku úrvalsdeildinni, en áður með Villarreal og Barcelona og eftir Englandsdvölina með Napoli, Bayern München, AC Milan, Aston Villa, Lazio, og nú síðast með Villarreal á nýjan leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert