Langlaunahæstur Íslendinganna í Bandaríkjunum

Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Af þeim fjórum Íslendingum sem leika í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu karla er landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson í algjörum sérflokki hvað laun varðar.

433.is vekur athygli á því að Guðlaugur Victor, sem er lykilmaður hjá DC United, fær greidda 875.000 bandaríkjadali í árslaun, sem nemur um 118 milljónum króna.

Næstur á eftir honum kemur Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður Montréal, með 175.000 bandaríkjadali í árslaun, eða 24 milljónir króna.

Skammt undan er Dagur Dan Þórhallsson hjá Orlando City með 160.000 bandaríkjadali í árslaun, sem nemur 22 milljónum íslenskra króna.

Þorleifur Úlfarsson, leikmaður Houston Dynamo, rekur svo lestina með 85.444 bandaríkjadali í árslaun, eða 11,5 milljónir krónur.

Laun Íslendinganna í MLS-deildinni:

Guðlaugur Victor Pálsson, DC United: 875.000 dollarar

Róbert Orri Þorkelsson, CF Montréal: 175.000 dollarar

Dagur Dan Þórhallsson, Orlando City: 160.000 dollarar

Þorleifur Úlfarsson, Houston Dynamo: 85.444 dollarar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert