Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool hafa lagt fram tilboð í franska miðjumanninn Aurélien Tchouaméni.
Það er spænski miðillinn El Nacional sem greinir frá þessu en Tchouaméni er samningsbundinn stórliði Real Madrid á Spáni.
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er mikill aðdáandi leikmannsins og reyndi að kaupa hann síðasta sumar af Monaco en hann ákvað þá að fara frekar til Spánar.
Tchouaméni átti ekki fast sæti í liði Real Madrid á síðustu leiktíð og félagið er sagt opið fyrir því að selja hann fyrir rétta upphæð, eða lána hann.
El Nacional greinir frá því að Liverpool hafi boðið 55 miljónir punda í hann en Real Madrid borgaði 72 milljónir fyrir hann síðasta sumar.