Skoraði tvö mörk á fimmtán mínútum

Þorleifur Úlfarsson skoraði tvisvar í nótt.
Þorleifur Úlfarsson skoraði tvisvar í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorleifur Úlfarsson átti frábæra innkomu hjá Houston Dynamo þegar liðið tók á móti San Jose Earthquakes í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu í nótt.

Þorleifur kom inn á á 74. mínútu og skoraði tvívegis, á 78. mínútu og 89. mínútu, en leiknum lauk með sigri Houston Dynamo, 4:1, sem er með 27 stig í 4. sæti vesturdeildarinnar.

Dagur Dan Þórhallsson kom inn á sem varamaður hjá Orlando City á 68. mínútu þegar liðið gerði 2:2-jafntefli gegn Philadelphia Union á heimavelli, en Orlandi City er með 27 stig í 7. sæti austurdeildarinnar.

Þá vann CF Montréal 1:0-sigur gegn Nashville á heimavelli en Róbert Orri Þorkelsson var ekki í leikmannahópi CF Montréal sem er með 25 stig í 8. sæti austurdeildarinnar. Róbert er fyrirliði 21-árs landsliðsins sem vann Ungverja í Búdapest á mánudagskvöldið og var því ekki í hópnum að þessu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert