Stuðningsmennirnir í eins leiks bann

West Ham United vann Sambandsdeild UEFA fyrr í mánuðinum.
West Ham United vann Sambandsdeild UEFA fyrr í mánuðinum. AFP/Joe Klamar

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur úrskurðað stuðningsmenn West Ham United í eins leiks útileikjabann vegna framferðis þeirra í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar, þar sem West Ham hafði betur gegn Fiorentina.

Nokkrir stuðningsmenn Hamranna fleygðu aðskotahlutum inn á völlinn í Prag fyrr í mánuðinum og hæfði hart plastglas höfuð Cristianos Biraghi, fyrirliða Fiorentina, svo honum blæddi.

West Ham fær því ekki að selja miða á fyrsta útileik sinn í Evrópudeildinni á næsta tímabili.

Félagið var um leið sektað um 50.000 evrur af UEFA og 8.000 evrur til viðbótar eftir að stuðningsmennirnir hlupu inn á völlinn í leikslok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert