Bandaríkin halda nýtt HM félagsliða

AFP/Ozan Kose

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur falið Bandaríkjunum gestgjafahlutverkið í heimsmeistaramóti félagsliða karla í knattspyrnu sem á að halda í nýju og gjörbreyttu formi árið 2025.

Þar verður þátttökuliðunum fjölgað úr átta í 32 en til þessa hafa það aðeins verið álfumeistararnir ásamt gestgjöfum sem hafa tekið þátt í mótinu ár hvert.

Í yfirlýsingu sem FIFA sendi frá sér í dag segir að Bandaríkin m.a. hafi orðið fyrir valinu vegna þess að staðsetningin henti vel fyrir undirbúning HM karla sem fer fram árið 2026 í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

Jafnframt muni keppnin styðja enn betur við uppbyggingu fótboltans í Norður-Ameríku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert