Íhugar að leggja skóna á hilluna

Luis Suárez íhugar að leggja skóna á hilluna.
Luis Suárez íhugar að leggja skóna á hilluna. AFP

Úrúgvæska knattspyrnustjarnan Luis Suárez íhugar að leggja skóna á hilluna vegna alvarlegra hnémeiðsla. 

Suárez, sem er 36 ára gamall, er í „stöðugum sársauka“ en leikmaðurinn þarf daglegar sprautur og sérmeðferð vegna viðvarandi hnékvilla sem reynist honum afar erfitt. 

Samkvæmt Alberto Guerra forseta brasilíska félagsins Gremio, sem Suárez spilar fyrir, er framherjinn alveg á síðustu metrunum.

Samkvæmt heimildum GOAL.com hefur ástandið á Suarez versnað og hefur leikmaðurinn núþegar rætt um að hætta við stjórn félagsins. 

Suárez gekk til liðs við Gremio í byrjun þessa árs og fór vel af stað en framherjinn hefur skorað 14 mörk í 26 leikjum. 

Eins og flestum er kunnugt gerði Suárez garðinn frægan með nokkrum Evrópufélögum, þá helst Liverpool og Barcelona, en hann er einn besti framherji sögunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert