Faruk Hadzibegic hefur verið rekinn sem landsliðsþjálfari karlaliðs Bosníu í knattspyrnu.
Bosníu, sem er með Íslandi í riðli í undankeppni EM 2024, hefur gengið afleitlega eftir fyrstu umferðina, þar sem Bosníumenn skelltu Íslandi 3:0.
Síðan þá hefur liðið tapað öllum leikjum sínum í riðlinum. Fyrst 2:0 gegn Slóvakíu á útivelli, svo 3:0 fyrir Portúgal á útivelli og loks 2:0 tap gegn Lúxemborg á heimavelli, sem var síðasti naglinn í kistu Hadzibegic.
Bosnía mun því mæta með nýjan þjálfara á Laugardalsvöll þann 11. september, þegar Ísland fær Bosníumenn í heimsókn.