Í Rúmeníu næstu þrjú árin

Rúnar Már Sigurjónsson í landsleik með Íslandi.
Rúnar Már Sigurjónsson í landsleik með Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúnar Már Sigurjónsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við rúmenska félagið Voluntari. 

Rúnar gekk til liðs við Voluntari í desember á síðasta ári, en þá hafði hann verið án félags frá því að hann yfirgaf rúmensku meistaranna CFR Cluj vorið áður. 

Hann er upp­al­inn í Tinda­stóli en kom 17 ára til liðs við HK og var þar í þrjú ár. Lék síðan með Val í þrjú og hálft ár ár en hef­ur síðan verið í at­vinnu­mennsku með Sundsvall í Svíþjóð, Grass­hop­p­ers og St. Gal­len í Sviss og Ast­ana í Kasakst­an áður en hann fór til Rúm­en­íu. Rún­ar vann meist­ara­titil með Ast­ana.

Rúnar á að baki 32 landsleiki fyrir Ísland en hann er 33 ára gamall. Voluntar er frá sam­nefndri borg í útjaðri höfuðborg­ar­inn­ar Búkarest. Rún­ar er eini ís­lenski knatt­spyrnumaður­inn sem hef­ur leikið með rúm­ensku liði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka