Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir heldur áfram að skora fyrir Vålerenga en hún skoraði annað mark liðsins í 2:2-jafntefli gegn Röa á heimavelli Röa í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í Osló í dag.
Ingibjörg kom Vålerenga 2:1-yfir á 80. mínútu en fimm mínútum síðar jafnaði Röa metin og við stóð, 2:2.
Þrátt fyrir jafnteflið er Vålerenga í góðum málum í toppsæti norsku deildarinnar með 41 stig, en Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur í Rosenborg eru sæti neðar með sjö stigum minna.