Landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur í Rosenborg unnu góðan 2:0-heimasigur á Åsane í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Selma Sól var að vanda í byrjunarliði Rosenborg og lék 86. mínútur. Hún fékk einnig gult spjald.
Rosenborg er í öðru sæti deildarinnar með 34 stig, sjö stigum minna en Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur í Vålerenga.