Á skotskónum í Noregi

Brynjólfur Willumsson í leik með U21-árs landsliði Íslands á síðasta …
Brynjólfur Willumsson í leik með U21-árs landsliði Íslands á síðasta ári. Ljósmynd/KSÍ

Brynjólfur Willumsson skoraði annað mark Kristiansund þegar liðið gerði jafntefli við Åsane, 2:2, á útivelli í norsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Brynjólfur, sem lék allan leikinn í fremstu víglínu, kom Kristiansund í 2:0 eftir rúmlega hálftíma leik og reyndust það hálfleikstölur.

Þetta var fyrsta mark Brynjólfs á tímabilinu í hans þriðja leik, en hann glímdi við meiðsli í vor og fram á sumar.

Heimamenn minnkuðu muninn í upphafi síðari hálfleiks og jöfnunarmarkið kom svo ellefu mínútum fyrir leikslok.

Kristiansund féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en gerir nú atlögu að því að fara beint upp aftur þar sem liðið er í fjórða sæti, þremur stigum á eftir Fredrikstad í öðru sæti, en tvö efstu liðin fara beint upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka