Eiður Smári átti erfitt uppdráttar

Eiður Smári Guðjohnsen lék með Mónakó tímabilið 2009-2010.
Eiður Smári Guðjohnsen lék með Mónakó tímabilið 2009-2010. AFP/Eric Gillard

„Lille er stórbrotið félag en franski boltinn hefur hins vegar ekki hentað íslenskum leikmönnum í frekar mörg ár,“ sagði íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson, betur þekktur sem Gummi Ben, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um knattspyrnumanninn Hákon Arnar Haraldsson.

Ekki að deyja úr spennu

Franska félagið lagði fram 15 milljón evra tilboð í Skagamanninn á dögunum en Köbenhavn hafnaði tilboðinu og vill fá í kringum 20 milljónir evra fyrir hann.

„Eiður Smári átti erfitt uppdráttar þarna og Arnar Gunnlaugsson líka,“ sagði Gummi.

„Veigar Páll og Kolbeinn Líka. Arnór Guðjohnsen og Teitur Þórðarson eru síðustu mennirnir sem ég man eftir sem gerðu eitthvað þarna.

Það eru gríðarlega miklir íþróttamenn í öllum liðum í Frakklandi og þessir leikmenn, þegar þeir fara annað, þá eru þeir svo gott sem tilbúnir.

Ég var ekkert að deyja úr spennu yfir því að hann færi til Frakklands en á sama tíma er þetta frábært tækifæri fyrir hann,“ sagði Gummi meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka