Gengur ekkert upp hjá Rosenborg

Kristall Máni Ingason og félagar í Rosenborg eru í miklum …
Kristall Máni Ingason og félagar í Rosenborg eru í miklum vandræðum. Ljósmynd/Alex Nicodim

Lítið sem ekkert gengur upp hjá Íslendingaliði Rosenborg en liðið mátti þola 3:0-tap fyrir Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í Þrándheimi í dag. 

Kristall Máni Ingason byrjaði leikinn á tréverkinu en kom inn á 59. mínútu, án árangurs. Ísak Snær Þorvaldsson hefur ekkert spilað undanfarið en hann hefur verið að glíma við meiðsli. 

Rosenborg er í tíunda sæti deildarinnar með 13 stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið og 19 stigum á eftir toppliði Bodö/Glimt. 

Þá sat Brynjar Ingi Bjarnason allan tímann á varamannabekk HamKam í 1:0-tapi gegn Odd í dag. HamKam er í næst neðsta sæti norsku deildarinnar með sjö stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka