Glæstur endurkomusigur Íslendingaliðsins

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad.
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslendingalið Kristianstad vann dramatískan endurkomusigur á Kalmar, 3:2, í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í Kalmar í dag. 

Kristianstad var 2:1-undir þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af leiknum en þá jafnaði Bandaríkjakonan Tabbt Tindell metin fyrir Kristianstad. Það var svo á fimmtu mínútu uppbótartímans sem Finninn Anni Miettunen varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og tryggði liði Elísabetar Gunnarsdóttur, þjálfara, 3:2-sigurinn. 

Hlín Eiríksdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Kristianstad en á 64. mínútu leysti Amanda Andradóttir hana af hólmi. Kristianstad er í fimmta sæti deildarinnar með 30 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka