Eitt ár enn með stórveldinu

Luka Modric hefur leikið 488 mótsleiki með Real Madrid og …
Luka Modric hefur leikið 488 mótsleiki með Real Madrid og skorað í þeim 37 mörk. AFP/Javier Soriano

Króatinn reyndi Luka Modric ætlar að leika í það minnsta eitt tímabil enn með spænska knattspyrnustórveldinu Real Madrid.

Félagið tilkynnti í morgun að Modric hefði skrifað undir nýjan samning til eins árs og verður því hjá félaginu til næsta sumars, hið minnsta.

Modric, sem er 37 ára gamall, hefur unnið 23 titla með Real Madrid á ellefu árum en félagið keypti hann frá Tottenham árið 2012. Hann fékk Gullboltann, Ballon d'Or, sem besti knattspyrnumaður heims árið 2018.

Modric hefur fimm sinnum orðið Evrópumeistari með Real Madrid og þrisvar spænskur meistari, og þá hefur hann unnið silfurverðlaun og bronsverðlaun með liði Króatíu á tveimur síðustu heimsmeistaramótum.

Talið er að hann hafi hafnað afar girnilegu tilboði frá Sádi-Arabíu og valið að leika áfram næsta árið með Real Madrid.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka