Frá Póllandi til Danmerkur

Daníel Leó Grétarsson er genginn til liðs við SönderjyskE í …
Daníel Leó Grétarsson er genginn til liðs við SönderjyskE í dönsku B-deildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Daníel Leó Grétarsson er genginn til liðs við danska B-deildarfélagið SönderjyskE.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Daníel Leó, sem er 27 ára gamall, skrifaði undir fjögurra ára samning í Danmörku.

Hann kemur til félagsins frá Slask Wroclaw í Póllandi þar sem hann lék á síðasta keppnistímabili en hann hefur einnig leikið með Aalesund í Noregi og Blackpool á Englandi á atvinnumannaferlinum.

Daníel spilaði 28 af 34 leikjum Slask í pólsku úrvalsdeildinni í vetur og skoraði eitt mark en liðið bjargaði sér frá falli í lokaumferðum deildarinnar.

Varnarmaðurinn er uppalinn hjá Grindavík og á að baki 6 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað eitt mark. Þá á hann að baki 13 A-landsleiki fyrir Ísland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka