Gaf aldrei boltann á Eið Smára

Eiður Smári í leik með Mónakó.
Eiður Smári í leik með Mónakó. AFP.

„Við verðum að sýna frönsku deildina ef Hákon fer til Lille,“ sagði íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson, betur þekktur sem Gummi Ben, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt um var franska boltann.

Þetta var orðið persónulegt

Eiður Smári Guðjohnsen lék með Mónakó tímabilið 2009-10 og lýsti Gummi mörgum leikjum liðsins á Stöð 2 Sport á keppnistímabilinu.

„Eiður spilaði lítið og ég lýsti allt of mörgum Mónakó-leikjum,“ sagði Gummi.

„Þetta var orðið persónulegt því það var einn brasilískur leikmaður í þessu liði sem mér fannst óþolandi.

Hann gaf aldrei á Eið Smára og mér fannst hann aldrei gefa boltann og það pirraði mig óstjórnlega,“ sagði Gummi meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka