Gylfi Þór í viðræðum í Bandaríkjunum

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er í viðræðum við bandaríska MLS-félagið DC United.

Það er 433.is sem greinir frá þessu en Gylfi Þór, sem er 33 ára gamall, er án félags eftir að samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út síðasta sumar.

Gylfi Þór hefur ekki spilað fótbolta í tvö ár eða allt frá því hann var handtekinn í júlí 2021 grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi.

Annar landsliðsmaður samningsbundinn DC United

Í frétt 433.is um málið kemur meðal annars fram að Gylfi Þór muni heimsækja bandaríska félagið á næstu dögum en Wayne Rooney, hans fyrrverandi liðsfélagi hjá Everton, er knattspyrnustjóri liðsins.

Þá er landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson einnig samningsbundinn DC United en liðið er í 9. sæti austurdeildarinnar með 26 stig eftir 20 umferðir.

Mikil óvissa hefur verið í kringum Gylfa Þór, allt frá því að breska saksóknaraembættið tók ákvörðun um að ákæra hann ekki fyrir brot gegn ólögráða einstaklingi hinn 14. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka