Tveir hópar berjast um HM 2030

Argentínumenn urðu heimsmeistarar 2022 í Katar og þeir vonast eftir …
Argentínumenn urðu heimsmeistarar 2022 í Katar og þeir vonast eftir að fá HM 2030 í samvinnu við þrjár nágrannaþjóðir. AFP/Juan Mabromata

Baráttan um gestgjafahlutverkið á heimsmeistaramóti karla árið 2030 stendur nú á milli  tveggja aðila eftir að Sádi-Arabía, Egyptaland og Grikkland drógu sameiginlega umsókn sína til baka um helgina.

Suður-Ameríkuþjóðirnar Argentína, Úrúgvæ, Sile og Paragvæ sækjast eftir því að halda HM 2030 í sameiningu, í tilefni þess að þá verða liðin 100 ár frá því fyrsta heimsmeistaramótið var haldið í Úrúgvæ, árið 2030.

Nágrannaþjóðirnar Spánn, Portúgal og Marokkó sækjast eftir því að halda mótið saman og Úkraína er einnig með í þeim ráðagerðum. Þar með færi mótið í fyrsta skipti fram í tveimur heimsálfum, Evrópu og Afríku.

Þá hefur Alþjóða knattspyrnusambandið seinkað endanlegri ákvarðanatöku í málinu um þrjá mánuði, eða frá haustinu 2024 til desember 2024.

Talið er að Sádi-Arabar, Egyptar og Grikkir, sem þá myndu halda mótið í þremur heimsálfum, hafi talið vonlaust að berjast um mótshaldið árið 2030 og ætli að einbeita sér að því að fá HM 2034 í staðinn.

Næsta heimsmeistaramót, árið 2026, fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada, og þar verða í fyrsta skipti 48 þátttökuþjóðir í stað 32.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka