Bayern býður í Kane

Harry Kane er einstakur markaskorari.
Harry Kane er einstakur markaskorari. AFP/Oli Scarff

Þýska knattspyrnufélagið Bayern München hefur lagt fram kauptilboð í enska markahrókinn Harry Kane, sóknarmann enska félagsins Tottenham Hotspur.

The Athletic greinir frá því að tilboðið hljóði upp á 70 milljónir evra, sem nemur um 10,5 milljörðum íslenskra króna, auk ýmissa árangurstengdra ákvæða.

Hinn 29 ára gamli Kane hefur leikið með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni allan sinn feril og slegið þar öll markamet félagsins, auk þess að vera markahæsti leikmaður enska A-landsliðsins frá upphafi.

Hann á einungis eitt ár eftir af samningi sínum við uppeldisfélagið og gæti Tottenham því freistast til þess að selja markahrókinn í sumar til þess að koma í veg fyrir að missa hann frá sér á frjálsri sölu næsta sumar.

Manchester United hafði einnig áhuga á Kane fyrr í sumar en ákvað frá að hverfa vegna of mikils kostnaðar við heildarpakkann sem myndi fylgja því að festa kaup á honum.

Real Madríd er sömuleiðis áhugasamt en hefur ekki lagt fram formlegt tilboð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka