Brjálaður yfir eyðslu Sádi-Araba

Alexandre Lacazette fagnar marki í leik með Lyon.
Alexandre Lacazette fagnar marki í leik með Lyon. AFP/Jean-Philippe Ksiazek

John Textor, eigandi franska knattspyrnufélagsins Lyon sem á einnig stóran hlut í enska félaginu Crystal Palace og brasilíska félaginu Botafogo, er ekki á eitt sáttur við að félög frá Sádi-Arabíu bjóði bestu leikmönnum félaganna gull og græna skóga til þess að lokka þá frá liðum sínum.

Alexandre Lacazette, sóknarmaður Lyon og markahæsti leikmaður frönsku 1. deildarinnar á nýafstöðnu tímabili, er nýjasti leikmaðurinn til að vera orðaður við för til Sádi-Arabíu.

Samkvæmt RMC Sport hefur hann þó ekki áhuga á því að færa sig yfir.

Wilfried Zaha, stærsta stjarna Crystal Palace, þar sem Textor á 40 prósent hlut, hefur einnig verið orðaður við brottför til Sádi-Arabíu.

„Sádarnir vilja allt. Þeir vilja besta leikmann minn hjá Lyon, þeir vilja besta leikmann minn hjá Crystal Palace og bestu leikmenn mína og þjálfara hjá Botafogo. Stefna þeirra er að kaupa allt og alla,“ sagði ósáttur Textor í samtali við Canal do TF.

John Textor, eigandi Lyon og hluthafi í nokkrum öðrum félögum.
John Textor, eigandi Lyon og hluthafi í nokkrum öðrum félögum. AFP/Jeff Pachoud
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka