Miðjumaður Chelsea á leið til AC Milan

Ruben Loftus-Cheek þakkar fyrir sig í lokaleik Chelsea á nýafstöðnu …
Ruben Loftus-Cheek þakkar fyrir sig í lokaleik Chelsea á nýafstöðnu tímabili. AFP/Justin Tallis

Enski knattspyrnumaðurinn Ruben Loftus-Cheek er á leið til ítalska félagsins AC Milan frá enska félaginu Chelsea.

The Athletic greinir frá því að Chelsea sé búið að samþykkja tilboð upp á 15 milljónir punda, en upphæðin getur hækkað að ákveðnum ákvæðum uppfylltum.

Loftus-Cheek er alinn upp hjá Chelsea og hefur leikið fyrir liðið alla tíð, fyrir utan þegar hann lék að láni hjá Crystal Palace og Fulham.

Hann er 27 ára gamall og á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Chelsea.

Miðjumaðurinn er þegar búinn að samþykkja fjögurra ára samning hjá AC Milan og má því vænta þess að tilkynnt verði formlega um skiptin bráðlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka