Bað um typpamynd í stað umboðsgreiðslu

Mikilvægur umboðsmaður í sænska fótboltanum hefur verið sakaður um óæskilega kynferðislega hegðun.

Sænski miðilinn fotbollskanalen greinir frá.

Fjölmargir úrvalsdeildarleikmenn hafa vakið athygli á manninum en markmið þeirra er að afhjúpa leyndarmál hans.

Neitar sök

Sænski miðillinn hefur skoðað Snapchat umboðsmannsins, þar sem að atvikin er sögð hafa átt sér stað, en samkvæmt vitnum í málinu hefur umboðsmaðurinn sýnt óæskilega hegðun í nokkur ár. 

Í samtali við einn leikmann, sem fjölmiðilinn kallar Marcus til að forðast það að nefna hann á nafn, er umboðsmaðurinn sagður hafa beðið um að fá typpamynd í stað umboðsgreiðslu. Hafði Marcus þá fengið skilaboðin rétt eftir að félagaskipti hans til stórs félags fóru í gegn. 

Umboðsmaðurinn neitar sök og heldur hann því fram að hann sé fórnarlamb ófrægingarherferðar og fjárkúgunarherferða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka