Búist er við því að þýska knattspyrnufélagið Bayern München muni gera betra tilboð í enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane, leikmann Tottenham.
BBC Sport greinir frá en samkvæmt þýska fréttamiðlinum Bild hefur Kane sjálfur samþykkt tilboð Bæjara.
Í gær bárust fregnir af því að Bayern gerði tilboð í Kane sem hljóðaði upp á 70 milljónir evra, sem nemur um 10,5 milljörðum íslenskra króna, auk ýmissa árangurstengdra ákvæða. Heimildir BBC hjá Tottenham segja hinsvegar að tilboðið hafi ekki komið.
Undirbýr Bayern nú annað tilboð, og eru forráðarmenn félagsins bjartsýnir að geta gengið frá félagaskiptunum.