Banna treyjunúmer sem vísar til nasisma

Króatíski landsliðsmaðurinn Mario Pasalic má ekki lengur klæðast treyju númer …
Króatíski landsliðsmaðurinn Mario Pasalic má ekki lengur klæðast treyju númer 88 hjá Atalanta. AFP/Kenzo Tribouillard

Ítalska knattspyrnusambandið hefur tekið ákvörðun um að banna leikmönnum að bera treyjunúmerið 88 á baki sínu. Bannið er liður í baráttu ítalskra yfirvalda gegn gyðingaandúð.

Númerið 88 er tengt við nasisma þar sem þeir sem aðhyllast hugmyndafræðina nota það gjarna til þess að vísa til Adolfs Hitlers.

Í enska stafrófinu er stafurinn H sá áttundi í röðinni og 88 táknar þannig HH, sem er bein tilvísun til þekktrar kveðju nasista í Þýskalandi Hitlers: „Heil Hitler.“

Nokkrir leikmenn í ítölsku A-deildinni hafa borið númerið 88 á baki sínu undanfarin ár, þar á meðal Mario Pasalic hjá Atalanta, en þarf nú að finna sér nýtt númer.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka