Farinn frá Liverpool

Rhys Williams er farinn að láni til Aberdeen í Skotlandi.
Rhys Williams er farinn að láni til Aberdeen í Skotlandi. AFP

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur lánað enska miðvörðinn Rhys Williams til skoska úrvalsdeildarfélagsins Aberdeen, þar sem hann mun leika á næsta tímabili.

Williams er 22 ára gamall og lék með Blackpool í ensku B-deildinni fyrri hluta síðasta tímabils og hefur áður verið á láni hjá Swansea City í sömu deild og Kidderminster Harriers í F-deild.

Hann fékk óvænt stórt hlutverk hjá aðalliði Liverpool síðari hluta tímabilsins 2020/2021 þegar liðið glímdi við mikið miðvarðahallæri.

Lék hann þá samtals 19 leiki í öllum keppnum en hefur ekkert komið við sögu hjá aðalliði Liverpool síðan þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka