Georgía áfram á kostnað Hollands

Crysencio Summerville og félagar í hollenska landsliðinu eru úr leik.
Crysencio Summerville og félagar í hollenska landsliðinu eru úr leik. AFP/Ben Stansall

Georgíska landsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri er komið í átta liða úrslit Evrópumótsins eftir jafntefli gegn jafnöldrum sínum frá Hollandi, 1:1, í Georgíu í dag. 

Zuriko Davitashvili kom Georgíu yfir á 42. mínútu en Kenneth Taylor jafnaði metin fyrir Holland á síðustu sekúndum fyrri hálfleiksins og við stóð 1:1. 

Á sama tíma vann Portúgal 2:1-sigur á Belgum. Joao Neves og Tiago Dantas skoruðu mörk Portúgals en Yorbe Vertessen skoraði mark Belgíu. Það er því ljóst að Belgar sitja eftir með Hollendingum. 

Lokastaða A-riðilsins:

1. Georgía - 5 stig
2. Portúgal - 4 stig
3. Holland - 3 stig
4. Belgía - 2 stig

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka