Brynjar Ingi Bjarnason og Jónatan Ingi Jónsson skoruðu báðir fyrir lið sín í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu í dag en lið þeirra áttu ólíku gengi að fagna í 16-liða úrslitum keppninnar.
Brynjar skoraði annað mark HamKam sem vann öruggan útisigur á Gjövik-Lyn, 5:0, og hann spilaði allan leikinn.
Sogndal, sem leikur í B-deildinni, komst í 3:1 gegn úrvalsdeildarliðinu Sarpsborg en mátti sætta sig við ósigur að lokum, 3:4. Jónatan Ingi Jónsson skoraði eitt mark fyrir Sogndal og lagði annað upp en hann og Valdimar Þór Ingimundarson léku allan leikinn.