Þórir Jóhann Helgason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er líklega á leiðinni til AaB frá Álaborg á lánssamningi með kauprétti frá ítalska A-deildarfélaginu Leece.
Ítalski miðillinn Quotidiano di Puglia greinir frá.
Samkvæmt miðlinum er samkomulag um kaupverð á milli félagana nú þegar í höfn en í samningnum verður ákvæði þar sem Leece getur keypt Íslendinginn aftur á ákveðna upphæð.
Þórir Jóhann tilkynnti þjálfara sínum og forráðamönnum Leece um að hann vildi fara til þess að spila meira og það var samþykkt.
AaB er eitt stærsta félag í Danmörku en liðið féll niður í B-deildina á nýliðnu tímabil sem gerði allt vitlaust á meðal stuðningsmanna liðsins.
Í samtali við danska miðilinn bold.dk segir Ole Jan Kappmeier, íþróttastjóri AaB, að hann geti ekki tjáð sig um hvort Þórir sé á lista Álaborgarfélagsins eða hvort AaB hafi talað við umboðsmann Þóris.
„Við fylgjumst með mjög mörgum leikmönnum, og auðvitað þekkjum við hann þar sem hann er frá Norðurlöndunum,“ bætti íþróttastjórinn við.