Fótboltamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson leikur með FCK í Kaupmannahöfn en samkvæmt heimildum vill þessi efnilegi fótboltamaður fara til Lille í Frakklandi.
Arnar Laufdal greinir frá því á Twitter-síðu sinni að viðræður séu í gangi milli félagana og eru talsverðar líkur á því að Hákon muni leika með Lille á komandi tímabili. Önnur lið hafa þó áhuga á leikmanninum en RB Salzburg eru taldir fylgjast grannt með stöðunni en verðmiði leikmannsins er nokkuð hár.
Hákon sem er fæddur árið 2003 hefur leikið á miðjunni hjá FCK síðan árið 2021 en hann gekk til liðs við unglingalið félagsins árið 2019. Hann hefur skorað átta mörk í 39 leikjum fyrir félagið. Hann á einnig að baki 11 leiki með íslenska landsliðinu auk þess að hafa leikið með öllum yngri landsliðunum.