„Með eitt versta orðsporið í heiminum“

Lionel Messi er einn fárra leikmanna sem hafnaði því að …
Lionel Messi er einn fárra leikmanna sem hafnaði því að fara til Sádi-Arabíu á dögunum. AFP/Fayez Nureldine

„Sádi-Arabía er einræðisríki, með eitt versta orðsporið í heiminum þegar kemur að mannréttindum og þau eru hreinlega virt að vettugi í landinu,“ sagði fjármálasérfræðingurinn og knattspyrnuáhugamaðurinn Björn Berg Gunnarsson í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um Sádi-Arabíu.

Hefur raunveruleg áhrif

Knattspyrnumenn flykkjast nú til Sádi-Arabíu og má þar nefna leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Karim Benzema, N'Golo Kanté sem dæmi.

„Sádar hafa séð það hjá öðrum þjóðum hvaða áhrif það getur haft á þeirra orðspor að nota íþróttirnar,“ sagði Björn Berg.

„Þetta hefur raunveruleg áhrif á orðspor landa og ég held að það vegi þyngst í ákvörðun Sáda að fjárfesta svona gríðarlega í fótboltanum,“ sagði Björn Berg meðal annars.

Umræðan um Sádi-Arabíu hefst á 10. mínútu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert