Rifti samningnum í Svíþjóð

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen.
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen. mbl.is/Hákon Pálsson

Knattspyrnukonan Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur rift samningi sínum við sænska úrvalsdeildarfélagið Örebro.

Þetta tilkynnti Richard Johansson, þjálfari Örebro, í samtali við fótbolta.net í gær en Sólveig, sem er 22 ára gömul, gekk til liðs við sænska félagið frá Val síðasta haust.

Hún hefur ekkert spilað með Örebro allt frá því hún gekk til liðs við félagið þar sem hún hefur verið að glíma við meiðsli aftan í læri.

„Já við komumst að samkomulagi um það,“ sagði Johansson í samtali við fótbolta.net.

„Hún hefur verið að glíma við meiðsli á tíma sínum hérna,“ bætti Johansson við en hún á að baki 76 leiki í efstu deild með Val, Aftureldingu, Fylki og Breiðabliki þar sem hún hefur skorað þrjú mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka